Til sölu

Í síbreytilegum heimi tækninnar verðum við að vera á tánum þegar kemur að nýjungum.  Við erum af þeim sökum reglulega að breyta og bæta í tækjakostinn okkar með það að markmiði að bjóða upp á framúrskarandi aðstöðu með fyrsta flokks tækjabúnaði.

Við erum því reglulega að skipta út og breyta til í tækjakosti Sýrlands og meðfylgjandi er listi yfir þau tæki sem við gætum hugsað okkur að selja reynist kaupáhugi á þeim.  

Tækin eru til sýnis hjá okkur, eru yfirleitt í góðu standi og hægt er að fá að kíkja á þau og prófa sé áhugi fyrir hendi.  Ef það er eitthvað sem vekur áhuga - endilega hafið samband - við skoðum öll tilboð

Nánari upplýsingar um tæki til sölu veitir Sveinn Kjartansson tæknistjóri - nánar hér