HÖNNUN

Framleiðslu og hönnunardeild Stúdíó Sýrlands hefur margra ára reynslu í gerð kynningarefnis af öllu tagi, hvort heldur er fyrir prent - eða ljósvakamiðla. Við fylgjum öllum okkar verkefnum vel eftir og með hagstæðum samningum við prentsmiðjur og ljósvakamiðla sjáum við til þess að útkoman verði eins og best verður á kosið.

Við höfum hannað og framleitt auglýsingar fyrir prentmiðla, útvarpsauglýsingar, sjónvarpsauglýsingar, kynningarefni, hannað sýningabása og veggspjöld til að nefna bara nokkur af þeim verkefnum sem hönnunardeildin hefur gert.  Einnig hefur hönnunardeild Sýrlands hannað tugi plötuumslaga fyrir marga af ástsælustu listamenn þjóðarinnar.  Nokkur dæmi má sjá hér

Við erum með fyrsta flokks aðstöðu fyrir hverskonar verkefni, stór og smá.  

 
 

CD/DVD FRAMLEIÐSLA

Vantar þig að láta hanna og/eða framleiða cd eða dvd?  Nokkra diska eða þúsundir?

Stúdíó Sýrland hefur um margra ára skeið framleitt DVD og geisladiska,  m.a. í samvinnu við SONY DADC í Austurríki sem tryggir hámarksgæði og öryggi. Við sjáum um allt ferlið þar til varan er komin í hendur viðskiptavinarins. Einnig erum við með fjölföldunartæki innanhús sem gerir okkur kleift að framleiða smærri upplög á hagstæðu verði og með töluvert skemmri afgreiðslutíma.

Margir af helstu listamönnum landsins hafa leitað til okkar með sýna útgáfu auk þess sem Stúdíó Sýrland hefur um áralangt skeið séð um að framleiða allt efni á DVD fyrir Sam-myndir fyrir myndbandaleigur og í endursölu í verslunum.  

AUGLÝSINGAR

Framleiðslu og hönnunardeild Stúdíó Sýrlands hefur margra ára reynslu í gerð kynningarefnis af öllu tagi, hvort heldur er fyrir prent - eða ljósvakamiðla. Við fylgjum öllum okkar verkefnum vel eftir og með hagstæðum samningum við prentsmiðjur og ljósvakamiðla sjáum við til þess að útkoman verði eins og best verður á kosið.

Verkefnin eru ýmiskonar, af öllum stærðum og gerðum.  

 
 

TEXTUN, YFIRFÆRSLUR

Breytt neyslumynstur á tónlist og myndefni kallar á nýjar lausnir fyrir útgefendur og neytendur.  Stúdíó Sýrland er vel tækjum búið til að mæta þessari þróun og við höfum við sérhæft okkur í að aðstoða viðskiptavini okkar við að koma efni sýnu á framfæri á nýja miðla en þar má t.d. nefna streymisveitur símafyrirtækjanna (VOD - Video On Demand).

Auk þess getum við textað og aðlagað myndefni að hverskonar miðlum m.t.t. þarfa hvers og eins.

Hafðu samband við okkur til skrafs og ráðagerða ef það er eitthvað sem þú telur að við getum aðstoðað við í þessum fræðum