TÓNLEIKAR / VIÐBURÐIR

Stúdíó Sýrland er vel tækjum búið af myndupptökubúnaði hverskonar og við sérhæfum okkur í því að taka upp tónleika og aðra viðburði. 

Við notum sérstaka nálgun á upptökurnar, nýtum sérhannaðan búnað sem fjarstýrir myndavélunum en það gerir okkur kleyft að vera allt að því "ósýnilegir" á meðan á upptökum stendur til að trufla hvorki listamennina eða áhorfendur.  Auk þess býður það upp möguleika að að gera upptökurnar öðruvísi og leyfa áhorfandanum heima í stofu að upplifa tónleikana á nýstárlegan hátt - m.a. útfrá sjónarhorni listamannsins því auðvelt er að koma myndavélunum fyrir á sviðinu og fjarstýra þeim án þess að trufla neinn....

Meðal viðskiptavina og verkefna síðustu misserin eru Stuðmenn, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Afmælistónleikar FTT, Hátt í Höllinni, Ásgeir Trausti, Todmobile, Þjóðlagahátíð á Siglufirði, Baggalútur, Sálin hans Jóns míns, Valdimar, Moses Hightower, KK og Ellen, Bubbi, Big Band Samma, Sigga Beinteins og Jazzhátíð Reykjavíkur. 

Við höfum m.a. tekið upp tónleika í Hörpu (Eldborg, Norðurljósum, Silfurbergi og Kaldalóni), Laugardalshöll, Vodafonehöllinni, Skálholtskirkju, Háskólabíói og fleiri stöðum.

Hér má sjá brot af þeim verkefinum sem við höfum unnið - hafðu samband við okkur ef þú vilt fá tilboð í upptökur

 
 

BEINAR ÚTSENDINGAR

Stúdíó Sýrland hefur yfir að ráða einni öflugustu upptöku og útsendingatölvu landsins - TriCaster 855 Extreme.   TriCaster er einskonar OB útsendingabíll í einu meðfærilegu tæki sem tekur álíka mikið pláss og meðal ferðataska - getur tekið upp allt að 8 myndavélar í einu, blandað í útsendinguna skiltum, myndböndum, hljóðskrám, texta og öðru stafrænu efni.  Og allt í HD.  

Og ekki nóg með það - TriCaster getur sent út fyrir nokkur mismunandi form samtímis - fyrir spjaldtölvu, síma, borðtölvu eða beint í sjónvarp - allt eftir notendahóp hverju sinni.  Auðvelt er einnig að vinna efni jafnóðum "on the fly" og senda út á samfélagsmiðla eins og Facebook og Twitter.  TriCaster er líka með innbyggða green screen möguleika og hægt er að sérhanna "sett" fyrir hvert og eitt tilefni.

Notendur TriCaster eru meðal annars MTV, NBA TV, NFL (Ameríski fótboltinn), Harward University og sjónvarpsstöðvar um allan heim.  Nánar um TriCaster

Hafðu samband og kynntu þér málið - við getum séð um upptökuna og leiga á TriCaster kostar minna en þig grunar.

HEIMILDAMYNDIR

Hljóð- og myndritun á tónlist og tónlistarhátíðum er stór þáttur í starfsemi Stúdíó Sýrlands.  Af því tilfefni höfum við gert heimildamyndir um tónlist, tónlistarmenn og hátíðir sem sýndar hafa verið m.a. á RÚV.  

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði er haldin í júlí ár hvert en Stúdíó Sýrland hefur um árabil tekið upp alla tónleika (hljóð) sem haldnir eru fyrir aðstandendur hátíðarinnar.  Á hátíðinni árið 2012 bættum við um betur og tókum upp myndefni og viðtöl og bjuggum til heimildaþátt um hátíðina sem sýnd var á RÚV.  Þáttinn má sjá hér.

Félag tónskálda- og textahöfunda (FTT) var 30 ára á síðasta ári (2013) og í tilefni af því voru haldnir nokkrir tónleikar á afmælisárinu.  Í maí hljóð- og myndrituðum við "Sinfó og Söngvaskáldin" þar sem Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt einvala liði söngvara héldu tónleika með þekktum dægurlögum.  Í október tókum við svo upp nokkra tónleika á afmælishelgi FTT en þar komu fram margir listamenn.  Af þessum tónleiknum gerðum við svo 3 sjónvarpsþætti um afmælisárið - einn heimildaþátt og 2 tónleikaþætti sem RÚV tók til sýninga.

 
 

ANNAÐ EFNI

Stúdíó Sýrland hefur einnig tekið að sér ýmis önnur kvikmyndaverkefni fyrir viðskiptavini sýna, en þar má nefna 2 þáttaraðir um Þrekmótaröðina, fyrirlestra á vegum ýmissa aðila, m.a. Seðlabankans og Hörpu auk þess sem við höfum tekið upp töluvert af kennsluefni sem tengt er þeim námskeiðum sem Stúdíó Sýrland heldur reglulega.

Við erum opnir fyrir nýjum áskorunum og hvetjum viðskiptavini að hafa samband til skrafs og ráðagerða ef þeir hafa hug á verkefnum sem við gætum aðstoðað við að gera að veruleika.

Hægt er að hafa samband með því að senda tölvupóst á thorir@syrland.is eða hringja í okkur í 563-2910