TALSETNINGARNÁMSKEIÐ

VORNÁMSKEIÐ Í TALSETNINGU HEFJAST Í FEBRÚAR 2018

Barna/unglinganámskeiðin hefjast fimmtudaginn 15. febrúar 2018 með kynningarfundi.  Námskeiðin sjálf verða haldin á þriðjudögum frá 17:15 - 19:15 og 19:30 - 21:30.

Fullorðinsnámskeiðin hefjast laugardaginn 24. febrúar 2018.  Kennt er í tveimur hópum - annar frá 10:00 -13:00 og hinn frá 13:30 - 16:30

Hin sívinsælu Talsetningarnámskeið eru haldin reglulega hjá Stúdíó Sýrlandi en þau eru yfirleitt kennd á vorönn ár hvert.  Kennt er í barna, unglinga og fullorðinshópum og er takmarkaður fjöldi í hverjum hóp til að tryggja að allir fái að spreyta sig.  

Farið er í grunnatriði leiklistar, s.s. öndun, framsögn og leiki til að hrista hópana saman og síðan er farið í stúdíó þar sem talsettur er sjónvarpsþáttur og allir fá að prófa að talsetja og/eða syngja lag. 

Allir útskrifast svo með viðurkenningaskjal og fá eintak af DVD diski með talsetningunni sinni.

Allar nánari upplýsingar má finna á www.talsetning.is

 
 

KVIKMYNDATÆKNI

Tækniskólinn, í samstarfi við Stúdíó Sýrland, býður uppá nýtt nám í kvikmyndatækni strax á vorönn 2016.

Kvikmyndatækni er metnaðarfullt nám þar sem áhersla er lögð fyrst og fremst á tæknistörf við kvikmyndagerð, við undirbúning, tökur og eftirvinnslu.  Námið er byggt upp í góðu samstarfi við atvinnulífið og kennarahópurinn er m.a. skipaður fagfólki úr kvikmyndabransanum.

Hver og einn nemendahópur vinnur eins og framleiðslufyrirtæki, þar sem allar hliðar kvikmyndagerðar koma við sögu. Hvort sem um er að ræða tökumenn, klippara, ljósamenn og grippara, þá fá nemendur að kynnast „hands on“ vinnu við hvert skref.  Framleiðslan felur m.a. í sér vinnu við bíómyndir, sjónvarpsefni, tónlistarmyndbönd, auglýsingar, fréttir og beinar útsendingar

Lengd náms er fjórar annir og útskrifast nemendur með diplóma í Kvikmyndatækni.  Inntökuskilyrði eru 60 einingar á framhaldsskólastigi.  Reynsla úr atvinnulífinu er einnig metin við innritun.  Skólagjöld eru 295.000 pr. önn.  Nemendafjöldinn í hverjum árgangi verður takmarkaður.

Kvikmyndatækni er kominn á menntagatt.is til umsóknar fyrir vorönn.

Nánari upplýsingar um námið veitir Þorgeir Guðmundsson – toggi@syrland.is

HLJÓÐTÆKNI

Frá 2009 hefur Tækniskólinn í samvinnu við Stúdíó Sýrland boðið upp á nám í Hljóðtækni en það er 12 mánaða markvisst nám í hljóðvinnslu.  Nemendur öðlast góða og haldbæra þekkingu á forsendum hljóðupptöku, hljóðvinnslu sem og þjálfun í að taka upp og vinna hljóð.  Námið hefst í janúar og skiptist í þrennt, vor- sumar og haustönn.  Námið er samþykkt af Menntamálaráðuneytinu og er lánshæft hjá LÍN.

Námið fer að mestu leiti fram hjá Stúdíó Sýrlandi, teknir eru inn að hámarki 20 nemar á ári til að tryggja að hver og einn nemandi fái góðan tíma og athygli.  Nemendurnir fá bóklega fræðslu og verkþjálfun með þeim hætti að nemendurnir vinna með fyrirtækinu í raunhæfum verkefnum þar sem fæðsla, fagþekking og verkkunnátta er samtvinnuð.

Með því að kenna fagið í samvinnu við starfandi fyrirtæki í faginu með takmörkuðum nemendafjölda næst fram betri og nánari kennsla sem ætti að skila sér í hæfari hljóðmönnum.  Kennt er flest það sem viðkemur hljóðvinnslu, m.a. tónlistarupptökur og vinnsla, talsetningar, "live" hljóð, tónlistarsköpun, tónfræði, kvikmynda- og tölvuleikja vinnsla og fleira.

Hljóðtæknin er samþykkt af Menntamálaráðuneytinu og er lánshæft hjá LÍN.  Nánari upplýsingar um námið má finna á heimasíðu Tækniskólans - www.tskoli.is 

 
 

HLJÓÐSMIÐJUR

Ertu lagahöfundur eða hefurðu áhuga á tónlist og langar að kynnast upptökuferli - frá hugmynd að fullbúnu lagi ?

Hljóðsmiðja er námskeið í hljóðupptökum þar sem farið er í helstu atriði sem skipta máli við upptökur á lagi - frá því hugmynd kviknar, hvernig á að stilla upp hljóðnemum, upptökuferlið, hljóðblöndun og lokavinnsla að fullbúnu lagi.  Notast er við og kennt á Pro Tools upptökuforritið  á námskeiðinu sem er útbreiddasta upptökforritið í heiminum í dag.  Einnig er boðið upp á Hljóðsmiðju 2 en þátttakendur á henni hafa einnig kost á því að þreyta viðurkennt próf frá Avid, framleiðanda Pro Tools hugbúnaðarins að námskeiði loknu og eiga þá kost á því að hljóta viðurkenningu sem ACU (Avid Certified User) sem er alþjóðleg viðurkenning.

Námskeiðið er kennt utan vinnutíma í þremur helgarlotum - frá fimmtudegi fram á sunnudag

Námskeiðin eru haldin í samvinnu við Fræðslumiðstöðvar og menntastofnanir viðsvegar um landið, m.a. hjá Mímir í Reykjavík, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Fræðsluneti Suðurlands, Símey á Akureyri og Starfvest á Akranesi.  Nánari upplýsingar um tímasetningar námskeiða má fá hjá viðkomdi fræðslustofnun.  Námskeiðin eru oftast tvískipt - hluti haldin hjá viðkomandi fræðslumiðstöð og hluti í hljóðverum Stúdíó Sýrlands.  Nánari upplýsingar má einnig fá á skrifstofutíma hjá Stúdíó Sýrlandi í síma 563-2910

KVIKMYNDASMIÐJUR

Langar þig að vita "mannganginn" í kvikmyndagerð og fara í stuttu og markvissu námskeiði yfir allan ferilinn við gerð kvikmyndar - frá handritsgerð að kvikmynd og fá að koma að flestu í ferlinum ?

Kvikmyndasmiðjan er 3ja vikna námskeið í kvikmyndasköpun þar sem farið er í helstu grunnatriði við framleiðslu suttmyndar - allt frá handritsgerð til lokavinnslu.  Þátttakendur á námskeiðinu koma að flestum þáttum við gerð á stuttmynd/kvikmynd;  handritsgerð, tökuplön og skipulag, tökur, hljóðtökur, klipping og hljóðvinnsla, litaleiðrétting og skil. 

Námskeiðið er kennt utan vinnutíma í þremur helgarlotum - frá fimmtudegi fram á sunnudag

Námskeiðin eru haldin í samvinnu við Fræðslumiðstöðvar og menntastofnanir viðsvegar um landið, m.a. hjá Mímir í ReykjavíkMiðstöð símenntunar á SuðurnesjumFræðsluneti SuðurlandsSímey á Akureyri og Starfvest á Akranesi.  Nánari upplýsingar um tímasetningar námskeiða má fá hjá viðkomdi fræðslustofnun.  Námskeiðin eru oftast tvískipt - hluti haldin hjá viðkomandi fræðslumiðstöð og hluti í hljóðverum Stúdíó Sýrlands.  Nánari upplýsingar má einnig fá á skrifstofutíma hjá Stúdíó Sýrlandi í síma 563-2910

 
 

ÖNNUR NÁMSKEIÐ

Við erum sífellt að endurskoða námskeiðaflóruna okkar með þeim tilgangi að svara kalli um námskeiðahald hverskonar.

Á teikniborðinu eru m.a. námskeið tengd skapandi greinum og hugbúnaði tengdum þeim - m.a. í Final Cut X, Media Composer frá Avid og Premier Pro frá Adobe.  Þau námskeið verða haldin þegar næg þátttaka næst.

Ertu með hugmynd að námskeiði og telur að það sé eftirspurn eftir því?  Hafðu þá samband við okkur og við sjáum hvort það sé grundvöllur að halda námskeið.