TÓNLISTARUPPTÖKUR

Líklega hafa fá íslensk fyrirtæki að bjóða upp á jafn viðamikla reynslu í tónlistarupptökum og Stúdíó Sýrland.  Innan vébanda fyrirtækisins starfa hljóðmenn með áratuga starfsreynslu í faginu en reynslan, ásamt framúrskarandi tækjabúnaði og fyrsta flokks aðstöðu, gera Stúdíó Sýrland að ákjósanlegum samstarfsaðila þegar kemur að tónlistarupptökum hvort sem er í klassík, poppi, jazz, eða rokktónlist.

Flestir helstu tónlistarmenn landsins hafa, ásamt erlendum stórstjörnum, tekið upp hjá okkur í gegnum tíðina.  Má  þar nefna Björk, Caput, Of monsters and men, Ham, Bubbi Mortheins, Sálin, Sinfóníuna, Mezzoforte, Hjálma, Stórsveit Reykajvíkur og Baggalút bara til að nefna brot af þeim listamönnum sem hafa tekið upp hjá Stúdíó Sýrlandi.  Úr erlendu deildinni hafa m.a. Blur, Aha, Morten Harket, Prinze (úr Black eyed peas) og fleiri.

Vantar þig að láta taka upp tónlist? Smelltu hér og fylltu út formið (nafn, síma, tölvupóstfang, efni) og við höfum samband við þig.

 
 

TALSETNINGAR

Einn af grunnstoðum í starfsemi Stúdíó Sýrlands er talsetning á teiknimyndum fyrir sjónvarp, kvikmyndahús og fyrir útgáfu á DVD og fyrir VOD (Video On Demand).  Fá íslensk fyrirtæki státa af jafn mikilli þekkingu og reynslu í talsetningu en Stúdíó Sýrland (og forverar þess) hafa talstett barnaefni í yfir 20 ár.  Viðskiptavinirnir eru margir, bæði íslenskir og erlendir.  Má þar nefna m.a. RÚV, Stöð 2, Senu, SamMyndir, Disney, Fox, Warner Brothers, SONY, Latibær ásamt fleirum.  

Hjá fyrirtækinu er til staðar mikil þekking og áratugareynsla af talsetningum sem skilar sér í vandaðri vinnu, áreiðanleika og sanngjarnri verðskrá.  Í Vatnagörðum eru starfrækt fimm talsetningastúdíó. Þau henta í marvísleg verkefni, eru búin fyrsta flokks tækjakosti og góðri aðstöðu.  Sýrland hefur einnig á að skipa leikstjórum, tæknimönnum og framleiðendum með mikla reynslu.

Hjá Stúdíó Sýrland er fjöldi leikara með fastan samning við talsetningar, þar á meðal nokkrir af ástsælustu leikurum þjóðarinnar. Hópur lausráðinna leikara starfar einnig hjá Sýrlandi, en ætla má að rúmlega 100 manns, þ.m.t. börn og unglingar talsetji hjá Sýrlandi á ári hverju. Þá starfa einnig fjölmargir þýðendur í lausamennsku hjá fyrirtækinu.

KVIKMYNDA- OG SJÓNVARPSHLJÓÐVINNSLA

Kvikmynda- og sjónvarpshljóðvinnsla er tiltölulega nýr en mjög svo vaxandi þáttur í starfsemi Stúdíó Sýrlands.  Fyrirtækið fjárfesti nýlega í fullvöxnu bíóhljóðkerfi frá JBL sem gerir fyrirtækinu kleyft að fullvinna bíómyndir við bestu hugsanlegu aðstæður.  

Mikil þekking er til staðar á hljóðvinnslu hverskonar er tengist kvikmyndum og sjónvarpsþáttum en Stúdió Sýrland og starfsmenn þess  hafa fengið nokkrar Eddu tilnefningar - nú síðast árið 2014 fyrir kvikmyndina Hross í Oss og fyrir hljóðvinnslu á sjónvarpsþáttunum um Hulla.  Friðrik Sturluson, hljóðmaður hjá Stúdíó Sýrlandi fékk einnig tilnefningu fyrir hljóðvinnslu á kvikmyndinni Óróa (Jitters) árið 2012 en myndin fékk frábæra dóma og fór í drefingu víðsvegar um heiminn.  

Önnur verkefni sem Stúdíó Sýrland hefur unnið að nýlega eru m.a. öll hljóðvinnsla í íslensku teiknimyndaseríunni "Hulli", hljóðblöndun í Eistnesku kvikmyndinni MONA og hljóðblöndun á frönsku heimildamyndinni Walking on sound.

 
 

FERÐAHLJÓÐVER

Staðsetning er ekki vandamál þegar kemur að upptökum því Stúdíó Sýrland hefur yfir að ráða búnaði sem auðvelt er að setja upp næstum hvar sem er.  Upptökubílarnir okkar eru vel tækjum búnir og geta farið hvert á land sem er í upptökur sé þess óskað.

Stúdíó Sýrland hefur tekið upp tónlist, tónleika og tónleikahátíðir víðsvegar um landið og má þar nefna alla salina í Hörpu, í Laugardalshöll, í Háskólabíói, í mörgum af helstu kirkjum landsins, í tónleikasölum, á Þjóðlagahátíð á Siglufirði, á Jazzhátíð í Reykjavík og Skálholtshátíð í Skálholti til að nefna nokkur dæmi.  

Ekkert verkefni er of lítið og fá of stór - hafðu samband við okkur ef þú vilt frá frekari upplýsingar um möguleikana

ÖNNUR HLJÓÐVINNSLA

Hljóðvinnsla er ekki eingöngu bundin við tónlist og kvikmyndir því hún er framkvæmd fyrir hin ýmsu verkefni, tölvuleiki, símsvara og sem leiðsögn á söfnum til að  nefna nokkur dæmi. 

Verkefnin eru því margvísleg og hefur Stúdíó Sýrland yfir að ráða þekkingu og búnaði sem hentar í hverskonar hljóðvinnslu.   Má þar nefna t.d. yfirfærslur af segulböndum yfir á stafrænt form (cd) og á fyrirtækið stórt safn segulbanda sem henta í hverskonar yfirfærslur

Dæmi um annarskonar hljóðvinnslu sem Stúdíó Sýrland hefur nýlega unnið í eru Disney hljóðbækur sem Edda gefur út, leiðsögn um "Níu heima goðafræðinnar " á fjórum tungumálum fyrir safnið Edduveröld í Borgarnesi og hljóðvinnsla fyrir norræna tölvuleikin Banner Saga sem frændur okkar Finnar framleiða og gefa út.